Námskeiðin

Upplýsingar um námskeiðin okkar

Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur, frá mánudegi til föstudags. Kennt er frá 9-12 eða 13-16. Reiðskólinn sér um að útvega öryggishjálma, reiðtygi og góða hesta,hver nemandi fær að prófa sem flesta hesta meðan á námskeiðinu stendur til að geta öðlast meiri öryggi og þekkingu í hestamennskunni. Kennslan skiptist í verklega og bóklega kennslu. Nemendur eru beðnir um taka með sér létt nesti og klæða sig eftir veðri. Nemendum er skipt í hópa eftir getu og þekkingu og fá allir kennslu við sitt hæfi. Námskeiðin eru ætluð börnum á grunnskólaaldri. Hópunum er skipt niður eins og hér segir:

hestur1

Byrjendahópur

Er fyrir þá sem hafa litla eða enga reynslu af hestum.
Í þessum hópi læra börnin undirstöðuatriði í umgengni við hesta og reiðmennsku
ásamt því að læra ásetu og stjórnun.

hestur2-3

Framhald 1

Er fyrir þá sem hafa farið einu sinni á námskeið eða hafa aðra þekkingu af hestum,
nemendur eiga að vera búnir að læra undirstöðu atriði í reiðmensku, lögð er áhersla á ásetu, stjórnun og jafnvægi
einnig er farið í skemmtilega reiðtúra.

hestur1

Framhald 2

Er fyrir þá sem hafa farið á tvö eða fleiri námskeið mikil áhersla er lögð á ásetu og stjórnun.
Farið er í langa reiðtúra á námskeiðinu svo nemandinn verður að vera vel undirbúin.

hestur2-3

Framhald 3

Er fyrir þá sem hafa komið 3-4 sinnum eða oftar á námskeið eða eiga jafnvel hest.
Áhersla er lögð á að nemandi geti farið að sjá um sinn hest sjálfur með lítilli hjálp frá kennara einnig
verður farið í og langa og skemmtilega reiðtúra.